Hvað fer fram í tímanum?

Ég býð upp á tíma í eigin persónu eða á netinu.

Komdu í öðruvísi markþjálfun hvar sem þú ert í heiminum!

Í tímunum okkar kem ég til með að spyrja þig hvað þú viljir skoða og svo vinnum við með það á þínum eigin hraða. Við gefum huganum pásu og hlustum á tilfinningarnar.

Hver tími er stútfullur af alls konar góðgæti, verkfærum og aðferðum sem þú getur tekið með þér og notað í vegferð þinni að þínu sanna sjálfi. Ég verð hér til að hlusta og veita þér öruggt rými til að tengjast tilfinningum þínum og deila þinni reynslu.

Í lok tímans færðu verkfæri til að halda áfram að vinna þína vinnu heima.

Næstu skref eru algjörlega undir þér komin. Það liggur ekkert á og það er engin pressa. Ég er hér þegar þú þarft á að halda.

The Adult Chair® markþjálfunarnálgunin er frábrugðin hefðbundinni þerapíu að því leyti að við horfum til framtíðar og leggjum áherslu á lausnir.

Þó svo að við notumst við leiðir eins og að tengjast barninu innra með okkur þá dveljum við ekki lengi í fortíðinni. Einnig greinum við hvorki sjúkdóma né setjum merkimiða á fólk.

TAC® öðruvísi markþjálfun getur hjálpað þér að komast þangað sem þú vilt vera með því að gera einfaldar en áhrifamiklar breytingar í dag. Við vinnum að því að græða gömul sár sem hindra þig í núinu og í raun endurforrita hugsunarferli og skoðanir sem halda aftur af okkur. Allt með það að markmiði að finna og fagna heilbrigðustu útgáfunni af þér.

Hver tími er 45 mínútur.

Við stökkvum beint út í djúpu laugina en á þínum hraða. Þetta snýst um þig og hvernig þér finnst þægilegast að vinna sjálfsvinnuna.

Þú getur líka bókað 20 mínútna ókeypis örstund og þannig fengið smakk af öðruvísi markþjálfun.

If you bring forth what is within you, what you bring forth will save you. If you do not bring forth what is within you, what is within you will destroy you.

- Gospel of Thomas

  • „Ég pantaði tíma hjá Völu af því mér fannst The Adult Chair aðferðafræðin áhugaverð. Samtalið, æfingarnar og leiðbeiningarnar hjálpuðu mér að greina hugsanir, tilfinningar og mynstur sem þörfnuðust athygli og breytinga. Markmið og mögulegar leiðir að þeim urðu skýrari. Vala hefur mjög þægilega nærveru, hlustar af hlýrri athygli og kemur með góðar spurningar og ráð. Ég hika ekki við að mæla með henni sem markþjálfa.“

    - Kristjana

  • „Þú hjálpaðir mér að einbeita mér aftur að því sem er mikilvægast og að staðreyndum. Mér líkaði mjög vel þegar við gerðum núvitundaræfingu, tímasetningin var fullkomin og ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir tímann hversu óróleg ég var orðin af því að útskýra aðstæður mínar. Ég væri til í að koma aftur til þín. Takk!"

    - Inga

  • „Vala er umhyggjusöm og vingjarnleg, án þess að vera of yfirþyrmandi eða kurteis. Mér líkaði það að hún brosti og var hlý en líka einbeitt og alvarleg í samtalinu. Hún dæmdi ekki og ég treysti henni og leiðsögn hennar.“

    - Þórdís

  • „Vala, nærvera þín og orka var einmitt það sem ég þurfti til að tengjast þeim þáttum innra með mér sem ég var að forðast. Róleg og hlý framkoma þín var einmitt það sem ég þurfti til að hægja á mér og tengjast sjálfri mér. Takk!"

    - Mara

Er kominn tími til að hlusta á hjartað og taka skrefið?