Yoga Nidra

Ég býð upp á yoga nidra fyrir þig og þína

Ertu að leita að djúpslökun til að hvíla huga og líkama? Þá er þetta gjöfin frá þér til þín.

Yoga Nidra er leidd djúpslökun þar sem hugur og líkami er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn hvílist fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur.

Í upphafi tímans setjum við ásetning sem er unnið með í djúpslökuninni. Yoga Nidra er öflug leið til að hjálpa með ýmsar áskoranir eins og kvíða, orkuleysi, streitu, svefnvandamál, þunglyndi og fleira.

Í lokin færð þú tækifæri til að setja á blað þína upplifun ásamt því að við ræðum saman og skoðum hvernig þú getur unnið áfram með reynsluna.

Tíminn okkar saman er 50 mínútur

Við setjum ásetning og förum svo í orkugefandi upplifun. Eftir slökunina spjöllum við saman og pælum í framhaldinu.

Ertu tilbúin í að fylgja hjartanu?