Hæ, ég heiti Vala

Vá, hvað er gaman að sjá þig hér. Það þýðir að þig langar að finna ró, sýna þér sjálfsást og forvitnast um leiðir til að finna þitt sanna sjálf.

Ég hef staðið frammi fyrir áskorunum í lífinu, eins og við öll, og ég get sagt í dag að þær hafi í raun verið gjafir – gjafir sem hafa leitt til meiri sjálfsviðurkenningar, friðar og lífsgleði.

Sem barni og unglingi leið mér eins og að hamingja fjölskyldu minnar væri mín ábyrgð. Að það væri mín ábyrgð að halda friðinn og passa að öllum liði vel. Það tók mig alltof mörg ár að gera mér grein fyrir því að ég sjálf er mín helsta ábyrgð. Og núna, þegar ég hef (að mestu leyti) lifað í mínum eigin sannleika og á mínum eigin forsendum, sé ég að mín ró, lífsval og ástríður eru í forgangi. Og það er ekki eigingirni.

Ég er að sýna mér sjálfri umhyggju. Þú veist, eins og með súrefnisgrímuna í flugvélum. Fyrst verðum við að setja slíka á okkur sjálf, áður en við getum hjálpað öðrum.

Og svo er annað. Ég hef verið of þung mest allt mitt líf og það hefur virkilega haldið aftur af mér. Sjálfsvirðingin var lengi nánast engin. Ég fílaði ekki sjálfa mig en ég vissi samt ekki nákvæmlega hvað það var sem ég fílaði ekki. Ég fann bara fyrir einhvers konar skömm.

Ég prófaði alls konar megrunarkúra sem virkuðu ekki. Eftir að hafa farið í magaermisaðgerð árið 2020 leið mér eins og ég væri loksins að taka skref í átt að mínu sanna líkamlega sjálfi. Matur er jafn erfið ávanabindandi hækja og áfengi eða vímuefni. Og ég trúi því að allir þessir þættir séu birtingarmyndir áfalla. Eftir aðgerðina gekk ég í gegnum erfiða tíma því ég gat ekki lengur borðað til að sefa tilfinningarnar. Sjálfsvinna gerði kraftaverk fyrir mig í átt að bata en ég hef einnig fundið fyrir bakslagi á þessu ferðalagi og er enn að takast á við áskoranir í tengslum við næringu og hreyfingu. Við erum öll manneskjur, breysk og förum í gegnum ýmsar lægðir líkt og hæðir á þessari lífsleið.

Og eitt að lokum. Í apríl 2020 greindist ég með brjóstakrabbamein.

Einmitt, í byrjun heimsfaraldurs svo ég þurfti að fara í gegnum mest allt læknastússið ein. Ég fór í fleygskurð og brjóstaminnkun á báðum brjóstum og síðan tóku við þrjár langar vikur í geislameðferð. Svo fyrst hófst vinnan. Það erfiðasta í ferlinu var og er batinn. Já, því nú, rúmum fjórum árum síðar er hann enn í gangi.

Ef ég er alveg hreinskilin þá fékk ég reyndar fleiri gjafir með krabbameinsgreiningunni en gremju. Ég fékk nýja sýn á lífið, æðruleysi, dýpri tengingu við viðkvæmni, einlægni og umhyggju. Ég fór að skoða það sem skiptir mig raunverulega máli og hvernig ég vildi lifa lífinu. Ég lærði að við getum ekki stjórnað því hverju lífið kastar í okkur, en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við og þessi viðbrögð ákvarða hvaða leið við veljum að feta: leið fórnarlambsins eða sigurvegarans. Ég fór líka að líta á viðkvæmni sem styrk. Og hversu mikinn frið það gaf mér að dæma ekki aðra eða annarra leiðir í lífinu.

Og stundum fann ég fyrir mikilli sektarkennd vegna þessara gjafa. Ég meina, ég var með krabbamein, grimman sjúkdóm sem tekur fólk frá okkur alltof oft og alltof snemma. Ég fann fyrir sektarkennd yfir því að krabbameinsferðalagið mitt væri ekki nógu erfitt eða sársaukafullt. Ég fann fyrir sektarkennd yfir því jákvæða sem ég lærði. En, með sjálfsvinnu með The Adult Chair® nálguninni og jóga hef ég áttað mig á því að þetta er samt sem áður mitt ferðalag. Ferðalög koma í alls konar stærðum og gerðum og mitt var ekki svo hræðilegt og fyrir það er ég innilega þakklát. Ég er þakklát fyrir reynsluna, gjafirnar, tækifærin og lífið sem ég hef valið að feta síðan.

Ef eitthvað úr minni vegferð hljómar kunnuglega eða talar til þín þá vona ég að þú fylgir hjartanu og takir skrefið. Ég er hér og hlakka til að vera þinn förunautur í ferð í átt að ró, sjálfsást, sönnum tilfinningum og þinni sönnu rödd.

  • „Vala er umhyggjusöm og vingjarnleg, án þess að vera of yfirþyrmandi eða kurteis. Mér líkaði það að hún brosti og var hlý en líka einbeitt og alvarleg í samtalinu. Hún dæmdi ekki og ég treysti henni og leiðsögn hennar.“

    - Þórdís

  • „Vala, nærvera þín og orka var einmitt það sem ég þurfti til að tengjast þeim þáttum innra með mér sem ég var að forðast. Róleg og hlý framkoma þín var einmitt það sem ég þurfti til að hægja á mér og tengjast sjálfri mér. Takk!"

    - Mara

  • „Ég þekkti Völu fyrir en vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Þetta var skrítið í fyrstu en ég fann öryggi og náði að opna mig sem er í raun stórafrek. Ég fann einnig kvíða minnka í einu máli sem lá þungt á mér. Mæli með!“

    - Anna

  • „Þú hjálpaðir mér að einbeita mér aftur að því sem er mikilvægast og að staðreyndum. Mér líkaði mjög vel þegar við gerðum núvitundaræfingu, tímasetningin var fullkomin og ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir tímann hversu óróleg ég var orðin af því að útskýra aðstæður mínar. Ég væri til í að koma aftur til þín. Takk!"

    - Inga

Er kominn tími til að finna frið og lifa lífinu með sjálfsást?